Dökka evrópska býflugan
Apis Mellifera Mellifera
Texti: Ingvar Sigurðsson
Eftir því sem norðar dregur er “evrópska dökka býflugan” (Apis Mellifera Mellifera, skammstafað A.M.M) stærri en býflugur af öðrum býstofnum. Mælingar sem gerðar voru í Novosibirsk sýndu meðalþyngd 127 milligrömm á hverri býflugu, samanborið við 102 milligrömm fyrir suðrænar býflugur (Mikhail Zhereb-kin, Bee Wintering).
Apis M.M. hefur einstaka aðlögunahæfni. Til dæmis safna vetrarflugurnar að meðaltali 30 prósent meiri fitu en aðrir býstofnar. Katalasa-efnahvatinn (catalase enzyme) sem er framleiddur af þarmakirtlinum (rectal gland), er tvöfalt virkara í norðlægum býflugum en í suðrænum. Þetta ensím hjálpar til við að geyma saur og koma í veg fyrir að hann rotni. Úrgangsefnin geta numið allt að 47 milligrömmum sem er á við helming af heildar líkamsþyngd býflugunnar.
Það er staðfest að niðurgangur í býflugum getur orsakast af skorti á þessum efnahvata, sérstaklega hjá suðlægari býstofnum. Þeir stofnar yfirvetrast sannarlega verr á norðlægum slóðum.
Með hliðsjón af búum sem eru jafn sterk, þola vetrarþyrpingar af norðlægum býflugum meira af koltvísýringi og minna súrefni en suðrænar býflugur. Sem dæmi má nefna að í 2 kg búi af evrópskum dökkum býflugum er hlutfallið 3,56 prósent og aðeins 1,73 prósent fyrir suðrænum býflugum (gögn sem Gurgen Avetisyan skýrði frá, 1971, vitnað í bók Ardalion Semenenko, Thermal Regulation in Winter ).
Af þeim ástæðum sem taldar eru upp hér að ofan er Apis M.M. mun minna hætt við sjúkdómum, þarmaveiki (Nosema Apis). Þegar Evrópska dökka býflugan kemur vetrarforðanum fyrir, setur hún forðann fyrst efst; og aðeins þá fer hún að fylla á varasjóð til hliðanna og lengra frá. Þetta er mjög mikilvægt.
Það er ekki að sjá að þessi kona hræðist dökku býflugurnar. Undanfarna áratugi hefur mikið verið unnið í því að rækta árásargirni úr flugunum. Þó má finna landssvæði þar sem þær eru árásargjarnar.
Því suðlægari sem býflugan er, því minni er þessi eðlishvöt. Býflugur sem búa í hlýrra loftslagi, sem njóta hæfilegs hunangsflæðis allt árið, undirbúa sig alls ekki fyrir veturinn og dreifa hunanginu um alla ramma.
Á norðlægari breiddargráðum þar sem framboð blómasafa og frjódufts (aðeins þrír mánuðir) er mikið á stuttum tíma er forgangsatriði býflugnanna að setja 20 sentímetra svæði/belti af hunangi upp að ofan og til hliðar. Þegar því er lokið geta þær notið þess sem eftir er af sumrinu.
Apis M.M. undirbýr sig vel fyrir blómgunartímabilið og byggir upp styrk til að vera viðbúin komandi þrældómi.
Hún er vel aðlöguð löngum tíma án hunangsflæðis og almennt séð aðlöguð fyrir risjóttari tíð. Hún getur flogið við lægra hitastig en suðrænu býflugurnar. Svo virðist vera sem þessi eiginleiki sé vegna þess að þær eru loðnari. Það gerir þeim kleift að halda á sér hita sem myndast við vöðvahreyfingu á flugi.
Ætli þetta sé undirtegund sem gæti hentað betur á Íslandi en Buckfast?