byfluga.is

SAGA BÝRÆKTUNAR Í HEIMINUM

Texti: Ingvar Sigurðsson

 

Myndir eru til af fólki sem safnar hunangi frá villtum býflum fyrir 10.000 árum. Til hliðar er 8,000 ára gömul hellarista sem uppgötvuð var árið 1921 í helli nálægt Valencia á Spáni sýnir hunangssafnara.

 

Býflugnaræktun í leirkerjum hófst fyrir um 9.000 árum í Norður-Afríku. Býflugur eru sýndar í Egyptalandi fyrir um það bil 4,500 árum síðan. Einfaldar býkúpur og reykur og hunang var geymt í krukkum, en sumar þeirra fundust í gröfum Faraós eins og Tutankhamun.

 

Það var ekki fyrr en á 18. öld að fólk fór að hafa góðan skilning á líffræði býflugna. Þá þróuðust aðferðir sem gerði það að verkum að hægt var að ná hunanginu svo að ekki þurfti að eyðileggja sambýli flugnanna og.


Á einhverjum tímapunkti tóku menn að ala villtar býflugur í holum trjádrumbum, viðarkössum, leirkerjum og flettuðum
körfum. Leifar af bývaxi hafa fundist í leirílátum í Miðausturlöndum frá um 7000 f.Kr.

 

Býflugur voru nýttar í Egyptalandi frá fornöld. Á veggjum sólarhúss Nyuserre Ini fyrir 2422 f.Kr., sjást menn blása reyk inn í býkúpur á meðan þeir fjarlægja hunangskökur. Áletranir um framleiðslu á hunangi eru að finna á gröf Pabasa frá um 650 f.Kr., sem sýnir fólk hella hunangi í krukkur úr sívölum býkúpum. Innsigluð leirker með hunangi fundust til dæmis í gröf Tutankhamun Faraós.

 

Við fornleifarannsóknir í Rehov í Jórdaníu, fundust þrjátíu heillegar býkúpur úr hálmi og óbrenndum leir – 80 cm langar og 40 cm í þvermál. Þær eru taldar vera frá brons- og járnöld eða um það bil 900 f.Kr. Býkúpurnar fundust í skipulegum röðum, í þrefaldri hæð, þannig að þær hafa verið um 100 talsins. Þarna gætu hafa verið um 1 milljón býflugur og hafa trúlega gefið um 500 kíló af hunangi árlega og 70 kíló af bývaxi. Þetta gefur vísbendingar um að háþróaður hunangs iðnaður hafi verið í Ísrael fyrir 3000 árum.

 

Forn Mayar notuðu sérstaka tegund af býflugum sem eru án stings og eyturkirtils. Notkun stinglausrar býflugur er nefnt kallað “meliponiculture”, nefnt eftir býflugum af tegundinni Meliponini – samanber “Melipona quadrifasciata” í Brasilíu. Þessi tegund er ennþá í ræktun í heiminum í dag. Til dælmis er í Ástralíu,stinglaus býfluga Tetragonula carbonaria ræktuð fyrir hunangsframleiðslu.

 

Það var ekki fyrr en á 18. öld að evrópskar náttúrufræðingar tóku þátt í vísindalegri rannsókn á býflugum og tóku að skilja
flókin heim þeirra. Meðal þessara brautryðjenda voru Swammerdam, René Antoine Ferchault de Réaumur, Charles Bonnet og François Huber. Swammerdam og Réaumur voru meðal þeirra fyrstu sem notuðu smásjá til að skilja innri líffæri býflugunnar.

 

Réaumur var meðal þeirra fyrstu til að reisa glervegg til að fylgjast betur með starfsemi býflugna. Hann sá drottninguna
verpa eggjum í opin hólf en hafði samt ekki hugmynd um hvernig drottningin var frjóvguð. Enginn hafði nokkru sinni verið vitni að eðlun drottningar og dróna og margar kenningar urðu til um að drottningin væri sjálfsfrjó. Huber var sá fyrsti sem sannaði með rannsóknum að drottningin væri frjóvguð af drónum utan býkúpunnar.

 

Fyrstu aðferðir við hunangsöfnun fólu í sér að eyðileggja býkúpuna þegar hunangi var safnað. Með því að nota reyk til að bæla býflugurnar, hunangskökurnar voru rifin úr ásamt eggjum, lirfum og hunangi sem þau innihéldu. Hunangskökurnar
voru þvínæst marðar í mauk og hunangið síjað í gegnum sigti eða körfu. Fyrir fornmanninn skipti eyðileggingin ekki máli, þar sem hunangsins var almennt neytt jafn óðum og alltaf voru fleiri bú til að nýta. En eftir því sem tíminn leið og menn fóru að rækta býflugur skipulega þurfti að finna aðferðir til þess að ekki þyrfti alltaf að byrja upp á nýtt.

 

 

Á miðöldum voru klaustur miðstöðvar býflugnaræktunar þar sem bývax var mjög verðmætt til kertagerðar og gerjað hunang var notað til að brugga mjöð í Evrópu þar sem vínviður óx ekki. Á 18. og 19. öld urðu byltingar í býflugnaræktun, sem urðu til  þess að vel var gætt að íverustað býflugunnar og hann varðveittur þegar hluti uppskerunnar var tekinn.

 

Fyrstu innfluttu býflugurnar frá Evrópu komu til S-Ameríku árið 1538 með Spánverjum. Sums staðar í Ameríku voru fyrir gaddlausar býflugur, Melipona beecheii, sem líkjast mjög Apis mellifera. Mayar ræktuðu þær og notuðu bæði hunangið og vaxið frá þeim.

 

Til Norðu Ameríku voru fluttar inn býflugur frá Englandi. Þær voru fluttar til austurstrandarinnar árið 1622.

 

Frakkar fluttu býflugur til eyja á Karíbahafinu á árunum 1688 – 1689.

 

Til Ástralíu voru fluttar inn fyrstu býflugurnar árið 1822. Innflytjendur komu upp býflugnabúum fyrst fyrir austan megin í Ástralíu og seinna, um 1840, vestanmegin. Fyrstu býflugurnar voru N-Evrópu tegundin Apis mellifera mellifera, en eftir miklar býsifjar árið 1880 vegna vax flugunnar, voru Ítalskar Apis mellifera ligustica fluttar inn. Þær eru algengastar þar
í dag.

 

Fyrstu býflugurnar voru fluttar til Nýja Sjálands með trúboðum árið 1839. Upphaflegu býflugurnar voru dökku Norður Evrópu tegundin. Í kringum 1880, voru fyrstu gulu Ítölsku býflugurnar fluttar inn.

Lorenzo Langstroth (1810–1895)

 

Á 19. öld urðu tímamót með fullkomnun í býflugnabúum með færanlegum römmum. Það var hinn Ameríski Lorenzo Lorraine Langstroth (1810-1895) sem kom með hönnun sem fór sigurför um heiminn og er ennþá notuð. Hann var fyrstur til að nýta fyrri uppgötvun François Huber sem fólst í að það væri staðbundið bil á milli vaxramanna sem menn kalla „býpláss“
(
bee space). Býflugur loka þessu bili ekki með vaxi, heldur nota það til að komast leiðar sinnar um búið.

 

Eftir að hafa gert mælingar komst hann að því að hentugasta bilið væri 9.5mm. Síðan hannaði Langstroth röð af trérömmum sem hann kom fyrir í rétthyrndum kössum.
Hann sá að býflugurnar byggðu samhliða vaxkökur án þess að þær festust saman hver við aðra eða við útveggi kassans. Þetta varð til þess að hægt var að taka hvern ramma úr kassanum án þess að skaða býflugurnar, egg, lirfur og púpur.
 Nú var hægt að ná hunangi úr vaxkökunni og endurnýta hana síðan við áframhaldandi ræktun og hunangssöfnun.

Eftir að Langstroth kom með sína byltingarkenndu hönnun hafa komið nokkrar aðrar útgáfur af býkúpum, verkfærum
og búnaði sem hafa auðveldað störf við hunangssöflun.

Upphaf býræktunar á íslandi

 

Vorið 1935 fékk Jónas Þór, framkvæmdastjóri á Akureyri, býflugnasendingu frá Noregi en það er jafnframt fyrsta býflugnabú á Íslandi. Sú sending misfórst mestmegnis á leiðinni en honum tókst þó að bjarga drottningunni og nokkrum þernum. Með því að fóðra þær fjölgaði hann þeim allmikið er á leið sumarið. Um haustið var fjöldi flugna ekki nema helmingur þess sem eðlilega ætti að vera en þó höfðu safnast fyrir 6-8 kg. af hunangi yfir sumarið. Haustið gekk óvenju snemma í garð og drápust allar flugurnar um veturinn.

 

En Jónas gafst ekki upp. Hann fékk aðra sending frá Noregi og komust þær heilu og höldnu til landsins seint í maí. Um haustið fékk hann 15-20 kg. af hunangi. 

 

Í febrúar árið 1953 var Býræktarfélag íslands stofnað. Félaginu var ætlað að vinna að býflugnarækt hér á landi og hafa forgöngu um að gerðar yrðu tilraunir með hana og annað sem hana snerti, svo sem hunangs- og vaxframleiðslu, ræktun hunangsplantna og fleira. Stjórn félagsins skipuðu Geir Gígja, formaður, dr. Melita Urbancic, ritari, sem einnig var ráðunautur félagsins, og Hlín Eiríksdóttir, gjaldkeri.

 

Melita Urbancic sem var uppalin í Austurríki hafði stundað býflugnaræktun frá barnæsku. Hún hafði auk þess stundað nám í þeirri grein við landbúnaðarháskóla í Austurríki. Býrætkarfélagið stóð fyrir námskeiðum og hófst fyrst  hinn 1. apríl 1953