byfluga.is

The Native Irish Honey Bee

Apis Mellifera Mellifera

 

Samstarfverkefni sérfróðra býflugnaræktenda og vísindamanna um allt Írland.

Þessi bók inniheldur allt sem þú þarft að vita um írsku býflugna – frá þróun hennar til erfðafræði og hugmyndir um verndun hennar fyrir framtíðina.

Bókin inniheldur fróðlegan kafla með leiðbeiningum um drottningaræktun og leiðir til að bæta stofninn.

Keeping Bees with a Smile 

Principles and Practice of Natural Beekeeping

Fróðleg bók sem fjallar um býflugnaræktun í láréttum býkúpum. Bókin var skrifuð af Fedor Lazutin. Hann náði betri árangri með þessari gömlu aðferð sem var stunduð fyrir seinni heimstyrjöld á köldum svæðum í Rússlandi.  Dr. Leo Sharaskin þýddi bókina yfir á ensku. Hann heldur úti vefsíðu sem heitir: horizontalhive.com

Beekeeping For Dummies

Þessi bók er góð fyrir byrjendur. Hún fer yfir mörg grundvallaratriði, þar á meðal eru góðar leiðbeiningar um byggingu og viðhald býkúpa; útskýrir á nákvæman hátt öll stig hunangsframleiðslu – þar á meðal uppskeru, átöppun, pökkun og markaðssetningu hunangs.

Practical Beekeeping

 

Þessi bók hefur allstaðar fengið góða dóma. Hún hefur alhliða leiðbeiningar um býflugur og umönnun þeirra. Meðal efnis sem fjallað er um eru: býflugan og umhverfi hennar; býkúpan og annar búnaður; almenn umönnun.

The Beginner’s Guide to Beekeeping

Falleg og skemmtilega uppsett bók sem er góð fyrir byrjendur. Hér er farið í gegnum allt það helsta við býræktun og úrvinnslu afurða